27. – 28. september 2019

Plastaþon

Ert þú með í að leysa plastvandann?
Við erum að drukkna í plasti

Hvað er Plastaþon?

Plastaþon er tveggja daga hugmyndasmiðja fyrir alla þá sem brenna fyrir umhverfismálum og nýsköpun. Þátttakendur mynda teymi og vinna saman að lausnum við þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir varðandi ofnotkun á plasti.

Af hverju ætti ég að taka þátt?
Við erum að drukkna í plasti! Í Plastaþoni færðu tækifæri til að hitta fjölbreyttan hóp af fólki og skapa nýstárlegar lausnir undir handleiðslu sérfræðinga. Að auki færðu að vita allt um plast, nýsköpun og hönnun. Eitt teymi stendur uppi sem sigurvegari og fær að launum vegleg verðlaun. Þátttaka er þér að kostnaðarlausu.

Fyrir hverja er plastaþon?
Alla! Sérfræðinga, nema, hönnuði, fjárfesta, vísindamenn,kennara, félagsfræðinga, ömmur og fólk af öllum aldri og kynjum.

Hvar og hvenær?
Plastaþon verður haldið dagana 27.-28. september 2019 hjá Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við ust@ust.is

Helstu áskoranir

Hvernig getum við dregið úr plastnotkun?
Hvernig getum við aukið endurvinnslu á plasti?
Hvernig getum við komið í veg fyrir plastmengun?

Dagskrá

Föstudagur 27. september, kl. 9.00 - 20.00

Umsjón

9.00

Mæting

9.15

Hvert er vandamálið?
Frá hugmynd að veruleika

Birgitta Stefánsdóttir, UST
Björn Steinar Blumenstein, LHÍ

10.15

Kaffipása

10.30

Hugmynda- og teymamyndun

Hildur Harðardóttir, UST

12.30

Hádegismatur

Umhverfisstofnun

13.00

Teymisvinna

UST, LHÍ, Plastlaus september, Plastplan, Matís

16.30

Kaffipása - Drastic plastic

Valdís Steinarsdóttir, vöruhönnuður

17.00

Teymisvinna

19.00

Kvöldmatur

Umhverfisstofnun

20.00

Hús lokar

Laugardagur 28. september, kl. 8.30 - 13.30

Umsjón

8.30

Morgunmatur

Umhverfisstofnun

9.00

Pitch þjálfun

Svava Björk Ólafsdóttir, Icelandic Startups

10.00

Teymisvinna

12.00

Teymi pitcha lausnir

Dómnefnd

13.00

Plastlaus september

Heiður Magný Herbertsdóttir, Plastlaus september

13.30

Sigurvegari kynntur

Dómnefnd

Skráning

Uppbókað! Plastaþonið hefur slegið í gegn og er fullbókað. Skráðu þig samt endilega og við látum þig vita ef losnar pláss.

Takk þú fyrir skráninguna
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Samstarfsaðilar